150. löggjafarþing — 120. fundur,  18. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[16:02]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Já, ég geri mér grein fyrir því að Miðflokkssöfnuðurinn er líka í minni hluta í borginni eins og hér, og líður eflaust ekki vel þar enda góðu vanir, sumir alla vega. Þeir standa sig ágætlega í því að gagnrýna o.s.frv. en þá verður að passa sig að gera það alltaf á forsendum gagna og rökstuðnings og vera málefnalegur í þeirri gagnrýni og vera tilbúnir líka að hrósa fólki þegar það gerir vel.

Varðandi stefnu Pírata um Sundabraut þá er engin samþykkt Pírata varðandi Sundabraut. Eins og þingmaður segir þá ber ég ekki ábyrgð á borgarstjórnarflokki Pírata. Ég var ekki einu sinni í sveitarfélaginu, bjó í Garðabæ í eitt ár og var ekki þegar kosið var og er ekki einu sinni á þeim forsendum ábyrgur fyrir því. Ef það er eitthvað sem stangast á varðandi áherslur á þingi tölum við saman á málefnalegum nótum og reynum að upplýsa um það hvernig hlutirnir eru. Það samstarf gengur mjög vel en ég hef ekki átt samtal við borgarstjórnarfulltrúa Pírata þegar kemur að þessu máli.