150. löggjafarþing — 120. fundur,  19. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[02:43]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég ætlaði nú að ánýja óskir okkar til fráfarandi forseta en um leið vil ég fagna því alveg sérstaklega að með okkur í salnum er hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé. Það vill þannig til að í gær fannst mér hann í ræðu sinni, í störfum þingsins, leggja okkur Miðflokksmönnum lífsreglur um það hvernig við ættum að tala um málið sem er nú á dagskrá. Ég skil það einhvern veginn þannig að fyrst hv. þingmaður kemur hingað í salinn og er með okkur, að hann sé að taka út hvernig við höfum gert þetta og muni jafnvel á einhverjum tímapunkti gefa okkur einkunn eða umsögn um það hvort við séum að fylgja þeim leiðarvísi sem hann gaf okkur í ræðu sinni í gær um það hvernig við skyldum nálgast málið. Ég vona að við höfum staðið undir væntingum og hvet hv. þingmann til að láta ljós sitt skína með okkur í dag. (Gripið fram í.)