150. löggjafarþing — 122. fundur,  22. júní 2020.

ríkisstjórnarsamstarfið.

[11:35]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Spurningunni var ekki svarað, frekar en ég bjóst við. Þannig að ég spyr aftur: Af hverju er svona eftirsóknarvert að fara í valdasamstarf með Sjálfstæðisflokknum? Það er það sem málið snýst um, ekki hvort þingflokkur Vinstri grænna hafi áður farið í samstarf með Sjálfstæðismönnum, heldur að það er alltaf gert einhvern veginn og útkoman er alltaf sú sama. Kjararáð átti að vera gagnsætt, lögin voru þannig. Við báðum sérstaklega um upplýsingarnar sem kjararáð byggði á vegna launahækkunar sem gerð var í kringum kosningar 2016. Það kom ekkert svar. Núverandi fyrirkomulag er í raun ekkert mjög mikið öðruvísi en þá. En ég spyr aftur og vonast til þess að spurningunni sé svarað: Af hverju er svona eftirsóknarvert að fara í valdasamstarf með Sjálfstæðisflokknum?