150. löggjafarþing — 122. fundur,  22. júní 2020.

fyrirvari í nefndaráliti.

[14:52]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Hentistefna stjórnvalda tekur sífellt á sig nýjar birtingarmyndir. En þessi er meira en ný, hún er frumleg. Það verður eiginlega að segjast eins og er. Við erum búin að búa við það núna frá því að þingið kom saman, og eiginlega líka meðan á Covid stóð, að verið var að afgreiða mál og það var ekki beinlínis krafa en þó beiðni um samstöðu. Við því hefur verið orðið og ein leiðin til að aðstoða þingheim við að koma saman, var sú að hafa skriflegu fyrirvarana lengri en hefð hefur verið fyrir, eiginlega til þess að ýta undir að fólk gæti sýnt þennan samhug.

Það getur vel verið að stjórnarmeirihlutinn hafi þá skoðun að fjárauki þrjú eða fjögur eða hvað það nú er, sé ekki Covid-tengdur. Ég er því ósammála. Ég tel hann mjög Covid-tengdan þannig að ef eitthvað er ætti þetta sérstaklega að heyra undir hér. Ég tek fram að þessi tilbreyting, þessir löngu fyrirvarar, hafa líka verið á öðrum málum sem ekki eru tengd Covid. En skriflegum fyrirvara, lengri en (Forseti hringir.) venjulega, styttri en flestir þeir sem séð hafa dagsins ljós á þessum tímum, (Forseti hringir.) þar sem hv. þm. Jón Steindór Valdimarsson fer annars vegar yfir hvað honum þykir hafa mátt (Forseti hringir.) vera öðruvísi og hver ástæðan (Forseti hringir.) sé fyrir því að hann sé með, er ritstýrt. Það er frumlegt.