150. löggjafarþing — 122. fundur,  22. júní 2020.

fyrirvari í nefndaráliti.

[14:55]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg á hvaða vegferð þessi meiri hluti er. Ef ekki er verið að kæfa rödd minni hlutans í nefndinni og hreinlega að koma í veg fyrir að áherslur okkar og skoðanir komi fram í vinnunni í nefndinni með því að afgreiða mál úr nefnd án þess að umræða hafi farið fram, þá er verið að ritstýra okkur þegar við viljum tjá okkur pólitískt um málin. Jú, það er alveg hægt að sjá húmorinn í þessu en mér finnst við vera komin á dálítið hættulegan stað. Við hvað meiri hlutinn hræddur? Af því að ég get ekki lesið stöðuna öðruvísi en svo að meiri hlutinn sé bara gríðarlega hræddur við málfrelsi og tjáningu minni hlutans og gagnrýna umræðu minni hlutans þegar kemur að pólitík meiri hlutans. Það er dálítið alvarleg staða ef á að kæfa hana niður.