150. löggjafarþing — 122. fundur,  22. júní 2020.

fyrirvari í nefndaráliti.

[14:57]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Herra forseti. Takið eftir orðum þingmanns Vinstri grænna: Ganga lengra, komin á hálan ís. Þingsköp leyfa skriflega fyrirvara. Það er ljóst. Það sem er sérkennilegt er að meiri hlutinn, sem hv. þingmaður tilheyrir í þessari nefnd, hefur sérstakar skoðanir á innihaldi fyrirvarans. Það er sérkennilegt. Fulltrúi Viðreisnar í nefndinni er ekki að ritstýra því sem stendur í nefndaráliti meiri hlutans. Hann er að óska þess að geta sett, eins og hefð og fordæmi er fyrir, skriflegan fyrirvara við nefndarálitið. Ég vek sérstaklega athygli á því að umræddur þingmaður er áheyrnarfulltrúi. Hann hefur ekki rétt á að koma með sérstakt nefndarálit eins og ég geri þannig að þetta er eina leiðin hans til að koma með skriflegan fyrirvara. Það ætlið þið að taka af honum af því að þið eruð ósammála innihaldi fyrirvarans. Ef einhver er kominn á hálan ís (Forseti hringir.) eru það þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.