150. löggjafarþing — 122. fundur,  22. júní 2020.

fyrirvari í nefndaráliti.

[15:02]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Ég hef enga skoðun á því hvernig aðrir hv. þingmenn setja pólitík sína fram, að sjálfsögðu ekki, menn standa með orðum sínum. Ég vil hins vegar líka standa með mínum orðum og ég tel að meiri hluti sá sem skrifar undir nefndarálit verði að geta staðið á bak við það sem í því stendur. Mér finnst mikilvægt að við fylgjum eftir þeim reglum sem hér eru varðandi þingstyrk til að mynda, sem fjalla um það að áheyrnarfulltrúi getur lýst sig samþykkan, ef hann svo kýs, nefndaráliti meiri hluta. Venjan hefur verið sú að þegar þingmenn hafa haft sérstaka skoðun skila þeir inn minnihlutaáliti. Það var ekki hægt í þessu tilviki og í mínum huga snýst þetta um formið, að áheyrnarfulltrúi getur lýst sig samþykkan (Forseti hringir.) nefndaráliti ef hann kýs svo.