150. löggjafarþing — 122. fundur,  22. júní 2020.

fyrirvari í nefndaráliti.

[15:06]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U):

Forseti. Ég ætla að lesa hér upp úr Háttvirtum þingmanni, með leyfi forseta:

„Í öðru lagi getur nefndarmaður haft efasemdir um málið án þess þó að vilja standa gegn afgreiðslu þess.

Í þriðja lagi kann nefndarmaður að ætla sér að leggja fram eða styðja breytingartillögur í málinu sem meiri hlutinn stendur ekki að.“

Það er ekki sérstakt ef nefndarmenn eru með á nefndaráliti en í raun með orðum og tillögum sem ganga miklu lengra, heldur er beinlínis gert ráð fyrir því. Gert er ráð fyrir að fyrirvarar séu orðaðir á þann hátt að nefndarmenn geti haft miklar athugasemdir við málið þó að þeir styðji það í megindráttum. Út á það ganga fyrirvarar og mér heyrist af umræðunni að sú bón, sem ég beindi til forseta hér áðan, um að eintak af þessu góða riti forseta væri sent öllum fulltrúum í fjárlaganefnd, eigi fullt erindi.