150. löggjafarþing — 122. fundur,  22. júní 2020.

fyrirvari í nefndaráliti.

[15:09]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Mér þykir þetta svo furðuleg orðræða að ég veit eiginlega ekki alveg hvar ég á að byrja. Það er sem sagt þannig að minni hlutinn á að haga sér á einhvern hátt sem þóknast meiri hlutanum. Annars fer allt í upplausn og uppþot innan nefnda. Mér finnst mikilvægt að það komi fram hér að fjárlaganefnd er ekki stýrt af minni hlutanum. Einhvers konar „narratíf“, afsakið slettuna, eða orðræða virðist ætla að fara í gang hér um að nefndir þar sem minni hlutinn er með formennsku séu að setja allt í upplausn. Mér finnst bara deginum ljósara að það hefur ekkert með það að gera og hefur meira með það að gera hvernig meiri hlutinn kemur fram við minni hlutann. Það virðingarleysi og skeytingarleysi sem við sjáum hér gerir það að verkum að við komum trekk í trekk upp í fundarstjórn forseta til að ræða hvað er að gerast í nefndum. Hvað er í gangi?