150. löggjafarþing — 122. fundur,  22. júní 2020.

fyrirvari í nefndaráliti.

[15:11]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að taka það fram að ég tel að fundarstjórn forseta sé hér með miklum ágætum. En ég hjó eftir orðum hv. þm. Birgis Ármannssonar hér áðan þegar hann talaði um forræði. Hann talaði um að meiri hlutinn hefði forræði í þessu máli og þetta er nefnilega kjarni málsins. Þetta er forræðisdeila, forræðisdeila um orð hv. þm. Jóns Steindórs Valdimarssonar. Ég tel að hv. þingmaður eigi sjálfur að hafa forræði yfir sínum eigin orðum og yfir því áliti sem hann vill gefa og því sem hann vill skrifa undir og ég tel ekki að meiri hlutinn eigi að hafa forræði á því.