150. löggjafarþing — 122. fundur,  22. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[17:50]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég sá internetinu mér til mikillar gleði, væntanlega hv. þingmanni líka, að hann var að flytja sína 30. ræðu um þessi mál. Finnst mér það nokkur tímamót og kaus að koma hingað upp og óska hv. þingmanni til hamingju með það. Sjálfur hef ég unnið mikið við textagerð og -smíði og skrif ýmiss konar og veit sem er að það er mikilvægt að kjarna hugsun sína vel, betra að koma henni frá sér í stuttu og hnitmiðuðu máli. Mig langaði einfaldlega að spyrja hv. þingmann hvort það sé eitthvað hægt að aðstoða hann í því að kjarna betur hugsun sína varðandi samgönguáætlun svo að hann þurfi kannski ekki 30 ræður í viðbót.