150. löggjafarþing — 122. fundur,  22. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[17:53]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Forseti. Gott að heyra. Ástæðan fyrir því að ég spurði er ekki síst sú að við samþykktum líka samgönguáætlun í fyrra og þá taldi hv. þingmaður ekki þörf á að tala svona mikið um samgönguáætlun, raunar alls ekki neitt í líkingu við það sem hann telur núna lýðræðislega skyldu sína að gera og hvað þá aðrir hv. þingmenn í Miðflokknum. Þannig að mig langar að spyrja hv. þingmann: Svaf hann á verðinum í fyrra eða var hann ekki að sinna skyldum sínum þá?