150. löggjafarþing — 125. fundur,  23. júní 2020.

almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður).

[19:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur átta mínútur í fyrstu umferð, fimm mínútur í annarri og fimm mínútur í síðustu umferð.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Píratar, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins. Þingmaður utan flokka fær fimm mínútur í lok fyrstu umferðar.

Fyrir Miðflokkinn talar Gunnar Bragi Sveinsson, 6. þm. Suðvest., í fyrstu umferð, Sigurður Páll Jónsson, 8. þm. Norðvest., í annarri og í þeirri þriðju Karl Gauti Hjaltason, 8. þm. Suðurk.

Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í fyrstu umferð, í annarri Njáll Trausti Friðbertsson, 6. þm. Norðaust., og í þriðju umferð Vilhjálmur Árnason, 9. þm. Suðurk.

Fyrir Samfylkinguna tala í fyrstu umferð Oddný G. Harðardóttir, 6. þm. Suðurk., í annarri Ágúst Ólafur Ágústsson, 3. þm. Reykv. s., og í þeirri þriðju Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, 10. þm. Norðaust.

Fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð tala Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 7. þm. Norðaust., í fyrstu umferð, Ari Trausti Guðmundsson, 5. þm. Suðurk., í annarri og í þeirri þriðju Rósa Björk Brynjólfsdóttir, 3. þm. Suðvest.

Ræðumenn Pírata eru í fyrstu umferð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 4. þm. Reykv. s., í annarri Halldóra Mogensen, 11. þm. Reykv. n., og Helgi Hrafn Gunnarsson, 3. þm. Reykv. n., í þriðju umferð.

Ræðumenn Framsóknarflokksins eru Líneik Anna Sævarsdóttir, 9. þm. Norðaust., í fyrstu umferð, Willum Þór Þórsson, 9. þm. Suðvest., í annarri og í þriðju umferð Silja Dögg Gunnarsdóttir, 7. þm. Suðurk.

Fyrir Viðreisn tala í fyrstu umferð Hanna Katrín Friðriksson, 7. þm. Reykv. s., í annarri Jón Steindór Valdimarsson, 13. þm. Suðvest., og í þriðju umferð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, 7. þm. Reykv. n.

Fyrir Flokk fólksins tala Inga Sæland, 8. þm. Reykv. s., í fyrstu og þriðju umferð en Guðmundur Ingi Kristinsson, 12. þm. Suðvest., í annarri umferð.

Þingmaður utan flokka, Andrés Ingi Jónsson, 9. þm. Reykv. n., talar í lok fyrstu umferðar.