150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

almannatryggingar.

437. mál
[13:32]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég flyt hér breytingartillögu við frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, sem snýst um hálfan lífeyri. Við 2. gr. laganna er breytingartillagan þess efnis að í stað fjárhæðar 2.977.260 kr. í a-lið komi 3.081.468 kr., og í annan stað þá komi í stað fjárhæðarinnar 1.488.630 í b-lið 1.540.734 kr. — Ég hef lokið máli mínu.