150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

almannatryggingar.

437. mál
[13:37]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki með nefndarálitið fyrir framan mig en það kom fram að það er náttúrlega þekktur hópur, þekkt stærð, sem nýtir sér þetta núna, hálfan lífeyri. Það var ekki hægt að afla nákvæmari gagna um það hve hópurinn yrði stór við þessar breytingar. En til þess að mæta tilgangi frumvarpsins hefði þurft að ná settu marki í lífeyrissjóðsréttindum til að komast inn í þennan hóp og þá værum við ekki að taka utan um þann hóp sem ætlað var í upphafi. Þess vegna var þessu breytt. Hvað þetta væri stór hópur var ekki vitað en áætlað svona eins og hægt var að þessu marki, þannig að til að ná markmiðum frumvarpsins og markmiðum þessara laga, sem voru sett fyrir nokkrum árum, er þetta gert svona.