150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

almannatryggingar.

437. mál
[13:38]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég vil bara koma hérna upp og taka undir það að nauðsynlegt var að koma með nýjar tölur í þessu máli og í sambandi við þetta víða kostnaðarmat, sem er ósköp eðlilegt, vegna þess að það hlýtur að vera mjög erfitt að reikna kostnaðinn út af þessu. Ég tel að það sé enginn kostnaður af breytingunni og ástæðan er sú að það koma skatttekjur á móti og alls konar annað sem kemur á móti sem gerir það að verkum að ég tel að ríkissjóður græði á þessu. Og það sem er kannski líka það besta við þetta frumvarp er að þarna erum við að bæta það gífurlega frá því sem áður var þegar það var lokað þeim sem mest þurftu á því að halda og voru á lægstu laununum. Núna eru þeir komnir inn og þeir sem voru á hæstu laununum geta ekki nýtt sér það og fengið greiðslur frá ríkissjóði allt upp að 155.000 kr. þó að þeir væru með milljón í tekjur. Þannig að þetta er allt til bóta og ég styð þetta algerlega svona.