150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[15:26]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Nú valdi ég, ég viðurkenni það alveg, að vera ekki með hv. þingmanni á þessari tillögu, að hluta til af því að mér fannst hún ganga kannski aðeins of langt, að vera með sjö manna fagráð fyrir 30 milljónir, þó að vissulega, eins og ég sagði áðan, sé náttúrlega miklu meira fé þarna á bak við, en aðallega af því að fram kemur að stjórn sjóðsins eigi að leita fagþekkingar frá þeim sem hún telur nauðsynlegt, eins og t.d. starfsmönnum Orkustofnunar. Þar sem þetta er 50 ára gamall sjóður og hefur gengið mjög vel hingað til þá sá ég ekki ástæðu til þess að flækja málið með því að setja svo stórt fagráð. Ég viðurkenni það alveg, eins og hefur komið fram. (Forseti hringir.) Vonandi hef ég rétt fyrir mér en það er alltaf möguleiki á að svo sé ekki. (Forseti hringir.) En ég mat það þannig í þessu tilfelli.