150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[16:22]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Enn og aftur er umhverfis- og samgöngunefnd í veseni með fundina sína. Núna rétt fyrir fjögur var boðaður fundur með fimm mínútna fyrirvara, á þingfundartíma, án þess að a.m.k. ég sem áheyrnarfulltrúi í nefndinni hafi verið spurður um hvort það væri í lagi. Það er mjög skýrt að það þarf samþykki allra nefndarmanna ef halda á nefndarfund á þingfundartíma. Ég var að velta fyrir mér hvort áheyrnarfulltrúar væru undanskildir því að það kom mjög skýrt fram í máli virðulegs forseta á síðasta þingi, minnir mig, af því að það þarf líka samþykki forseta, að forseti ætlaði að ganga úr skugga um að það væri samþykki fyrir því hjá öllum nefndarmönnum. Þannig að ég velti fyrir mér: Hvernig er hægt að boða nefndarfund með fimm mínútna fyrirvara án þess að spyrja a.m.k. áheyrnarfulltrúa?