150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[16:24]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kem aðallega hér upp til að taka undir með kollegum mínum en líka til að benda á að samkvæmt 20. gr. þingskapalaga má ekki boða fund á þingfundartíma nema með samþykki allra nefndarmanna. Í 14. gr. segir, með leyfi forseta:

„Þingflokki, sem ekki á fulltrúa í fastanefnd skv. 13. gr., er heimilt að tilnefna áheyrnarfulltrúa til setu á fundum hennar.“

Það má túlka þetta á tvo vegu. Annars vegar mætti túlka það þannig að það sé ekki háð samþykki áheyrnarfulltrúa. Hins vegar mætti túlka það sem svo að það að áheyrnarfulltrúar séu tilgreindir feli í sér að þeir hafi rétt á því að koma að slíkri ákvörðun. Það er ekkert nánar í þingskapalögum um þetta tiltekna atriði en ég held að það sé í anda góðrar samvinnu að við höfum (Forseti hringir.) það þó þannig að áheyrnarfulltrúar séu almennt spurðir. Ég legg til að forseti leitist við að skýra þetta við nánara tækifæri.