150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[16:35]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil örstutt bæta við, í anda þess sem ég nefndi áðan, að það virðist vera ákveðið svigrúm til túlkunar á þingskapalögum sem verið er að nýta sífellt meira á hátt sem hefur kannski ekki alltaf verið gert. Það er ríkt tilefni til að við endurskoðum þingskapalög með það í huga að allir geti verið sammála um hvað þau þýða, hvaða afleiðingar þau hafa og til hvers er ætlast af fólki sem hér starfar. Að slíkt vanti og það komi ítrekað upp að fundir séu boðaðir án samþykkis nefndarmanna eða þeir boðaðir jafnvel 45 mínútum eftir að fundur var settur o.s.frv., er til marks um að eitthvað sé í ólagi í starfsemi þessarar mikilvægu stofnunar sem við þurfum að fara að taka á. (Forseti hringir.) Ég beini því til sitjandi hæstv. forseta, jafnvel forseta Alþingis, að taka á þessu sem allra fyrst.