150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[17:05]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir afar áhugavert andsvar. Mig grunaði að hv. þingmaður væri einmitt þingmaðurinn sem óhætt væri að leggja svona spurningu fyrir. En hann nefndi einnig bætta orkunýtni í ræðu sinni og það er einmitt eitt af því sem Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs og starfsmaður Orkusjóðs, hefur talað um, þ.e. að með bættri orkunýtni megi einmitt nýta rafmagnið betur og í raun sé til nóg rafmagn í dag fyrir orkuskiptin, sem er mjög áhugavert og gott. Ég spyr hv. þingmann: Er hann ekki sammála því að við þurfum að líta miklu meira í átt að orkunýtni og nýta orkuna betur en við gerum í dag til þess einmitt að koma í veg fyrir að virkja þurfi meira?