150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[17:24]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég skal virða tímamörk. Ég vil einfaldlega taka undir með hv. þm. Jóni Þór Ólafssyni. Mér finnst mikilvægt að ráðherra svari því hvers vegna ekki eigi að lágmarki að skipa faglega í þessa stjórn, hvers vegna engar faglegar kröfur eru gerðar til þeirra sem stýra eiga jafn mikilvægum sjóði og raun ber vitni. (Gripið fram í.) Hvers vegna var ekki hægt að gera lágmarkskröfur, meira að segja bara klisjuna um menntun og þekkingu við hæfi, að það séu lágmarksfagleg viðhorf? Hvers vegna var t.d. ekki horft til loftslagssjóðs þar sem gerðar eru mjög ríkar hæfniskröfur, tilnefningar koma úr mörgum áttum og mjög faglega er staðið að úthlutunum og að skipun sjóðsins? Þannig að ég tek undir þessa bón hv. þingmanns.