150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[17:25]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Mér finnst þetta mjög eðlileg beiðni hjá hv. þm. Jóni Þór Ólafssyni. Þegar ég skoða þennan sjóð miðað við aðra er undarlegt að það sé mismunandi skapalón fyrir sjóðina. Af hverju erum við ekki með staðlaða, faglega uppsetningu á stjórnum almennt sem framkvæmdarvaldið þarf að skipa fyrir hina ýmsu sjóði og stjórnir? Af hverju gerum við þetta á svona mismunandi hátt í mismunandi málum? Mér finnst mjög eðlilegt að hæstv. ráðherra komi með sína sýn á það hvað gerir þetta mál öðruvísi en t.d. mál loftslagssjóðs, en þessi sjóður hefur smááhrif á loftslagsmálin, eða Matvælasjóðs, eins og hv. þm. Jón Þór Ólafsson bendir á. Hvers vegna er öðruvísi farið með þennan sjóð en hina?