150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[21:15]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Hv. þingmaður kom inn á mikilvægan punkt. Það er gríðarlega merkilegt fyrirbæri að nýta jarðvarma. Að geta nýtt eldgos, ef við förum á svo einfaldan hátt í hlutina, til að skapa orku er náttúrlega algjörlega magnað. Það eru einmitt mörg dæmi um að við Íslendingar höfum í því samhengi verið að gera hlutina í fyrsta skipti, eins og t.d. þegar borað var í kviku í Kröflu á sínum tíma og óvart fór að gjósa. Þetta hefur hins vegar skapað einstaka þekkingu á heimsvísu. Þetta er eini staðurinn í heiminum þar sem vitað er hvar kvikan er og það býður upp á fjölbreytta möguleika á rannsóknum og fleiru á þessu sviði.

En mig langar að inna hv. þingmann eftir því í seinna andsvari hvort við eigum ekki líka að setja meira í rannsóknir til að ýta undir svona tækifæri.