150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[21:22]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Óskar hv. þingmaður eftir því að veita andsvar öðru sinni? (BLG: Já.) Forseti mun veita hv. þingmanni rétt til þess, vill ekki hafa þann rétt af honum. En forseti minnir á tilmæli sín um að hv. þingmaður hugi að klæðaburði sínum, þau eru mælt af miklum þunga og í mikilli alvöru. Nú telur forseti komið út fyrir mörkin og vænst þætti forseta um að hv. þingmaður félli frá því að biðja um orðið og færi ekki oftar svona klæddur í ræðustól. (BLG: Nei, takk.) — Nei, það gerir þingmaðurinn ekki. Þá fær hann orðið. En þessi tilmæli eru mælt af fullum þunga.