150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[21:31]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Já, vafalaust og ég held reyndar að til séu vísar að slíku samstarfi þar sem fólk og fyrirtæki reyna að samþætta þekkingu sína og kunnáttu. Það er hægt og þar má örugglega gera miklu betur.

En svo að ég víki nú aftur að þessari undrun minni er auðvitað svolítið sorglegt að ekki sé framleiddur meiri búnaður hér, og við getum örugglega gert það í framtíðinni. Mér finnst það svo merkilegt, með þessa miklu sérstöðu, alveg eins og við höfum í fiskveiðum, við erum mikil sjósóknarþjóð með kraftmikla útgerð, og tækjabransi á heimsmælikvarða spratt upp í kringum sjávarútveginn, en svoleiðis spratt ekki upp (Forseti hringir.) í kringum orkuiðnaðinn eins og hefði þurft að gerast.