150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[21:42]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er auðvitað hlægilegt að heyra hv. þingmenn Miðflokksins koma hér upp og tala um virðingu Alþingis, hvað þá að bæta mætti hvernig við tölum um samstarfsfélaga okkar á þingi. Að þeir komi hingað til að messa yfir okkur hinum hvernig við eigum að koma fram við samstarfsfélaga okkar og hvernig klæðaburður okkar á að vera er náttúrlega yfirgengilega hallærislegt, virðulegur forseti. Hugsið ykkur bara að hafa ekkert betra við tíma sinn að gera en að velta sér endalaust upp úr því í hvaða fötum fólk er. Mikið hlýtur það að vera leiðinlegt líf að hafa ekki merkilegri hluti að segja í ræðustól Alþingis en að setja út á klæðaburð annarra hv. þingmanna. Málefnaþurrðin er kannski orðin ansi mikil þegar við þurfum að gera athugasemdir við útlit hvert annars. Þetta eru svona unglingastælar, (Forseti hringir.) einhvers konar. (BLG: Heyr, heyr.) Ég mótmæli þessari vitleysu, virðulegi forseti.