150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[21:46]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Tímarnir breytast og mennirnir með, eins og kom ágætlega fram í ræðu hv. þm. Smára McCarthys. Bindisskyldan er farin og fleira. Það var eldsvoði hérna niðri í bæ og ekki hægt að hafa opna glugga. Af kurteisi við nágrannaþingmenn taldi ég eðlilegt að komast í aðeins svalara umhverfi og losa mig við jakkann, án þess að ég fari lengra út í það. Kurteisinnar vegna var ég aðeins léttklæddari áðan en alla jafna í ræðustól, en ég tel nákvæmlega ekkert virðingarleysi fólgið í því að mæta á skyrtunni enda eru skyrtur, þess konar klæðaburður, tiltölulega algeng sjón í ræðustól þingsins. Ég sé ekkert virðingarleysi í því.