150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[21:47]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Sá forseti sem nú situr í stól þekkir væntanlega betur en nokkurt okkar hér inni hvernig hefðir þingsins breytast og að þær breytingar eru oftast til góðs. Það er ekki mjög langt síðan starfsfólk Alþingis mátti helst ekki ávarpa þingmenn að fyrra bragði. Sú yfirgengilega stéttskipting sem viðgekkst langt inn á þessa öld er sem betur fer að baki. Ég verð að segja virðulegum forseta það til hróss að hann hefur létt nokkuð á reglum varðandi klæðaburð í þingsal. En ég verð að viðurkenna að ég hélt fyrst að hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson ætlaði að koma hér upp í einhverjum stráksskap, svona aðeins til að liðka sig svo hann sæti ekki yfir umræðunni allt kvöldið, hann vildi fá blóðið á hreyfingu. En svo kom hann með þá kröfu, herra forseti, um að forseti tæki málfrelsið af fólki. (Forseti hringir.) Það er ekki stráksskapur, það er bara beiðni um valdníðslu. (Forseti hringir.) Ég fagna því að virðulegur forseti hlusti ekki á þá bölvuðu dellu hjá hv. þm. Þorsteini Sæmundssyni.