150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.

662. mál
[11:17]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ari Trausti Guðmundsson) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka andsvarið. Í þeim kjördæmum þar sem þessar framkvæmdir eru er jú verið að fjármagna aðrar vegaframkvæmdir í stórum stíl, eins og ég sagði áðan. Það er verið að taka þessar út til að flýta þeim með þessari tilteknu aðferð. Hvalfjarðargöngin reyndust ágætlega. Umferð minnkaði um Hvalfjörðinn, vissulega. Það er auðvitað þannig að hinum leiðunum sem eru til reiðu verður viðhaldið, þetta eru innanhéraðsvegir o.s.frv. Þegar kemur að því að gera þetta upp með hlutfalli veggjalda á móti öðru þá er ég alveg sannfærður um að sú flýting og sú hagræðing og umhverfis- og öryggisávinningur og annað sem í þessu felst er þeirra peninga virði.