150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.

662. mál
[11:33]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ari Trausti Guðmundsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Fyrst um uppgjöf fyrir því að hafa fjármögnunina félagslega. Í hlutfalli þá er hún það auðvitað stórlega þó að við höfum farið út í þessa tilraun, sem svo er kölluð í nefndarálitinu, og Vegagerðin lítur svo á. Við höfum þá reynslu af veggjöldum að í Hvalfjarðargangadæminu þá var það meira að segja þannig að ríkissjóður gekkst undir tvenns konar ábyrgðir, ekki lánaábyrgð, heldur að kaupa skuldabréf ef ákveðnir hlutir gerðust. Þannig að við erum að færa þetta yfir í nýtt form með þessu og treystum því. Hvað varðar þessa varnagla sem eru í nefndarálitinu, jú, við viljum fá þetta á hreint. Við hvetjum líka til þess að lög séu yfirfarin til þess að þau séu skýr um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga þannig að kostnaðarskipting framkvæmda (Forseti hringir.) sem falla undir þessar áætlanir séu skýrar (Forseti hringir.) vegna þess að ekki veitir af að hlutirnir séu í lagi.