150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

framhald þingstarfa.

[13:54]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Flokkur fólksins er með 18 mál inni og samkvæmt því sem stjórnarliðar héldu fram hérna, einn a.m.k., þá ættum við ekki að fá, af því við erum svo fá í þingflokknum, nema 1% af einu máli út, eða hvað? (Gripið fram í: Einn fjórða, er það ekki?) Einn fjórða. Og hvað af þessum málum ætti það að vera? Við erum búin að vera með þrjú mál allan tímann í umræðu og svo þegar við erum loksins búin að taka ákvörðun um eitt mál og skrifa nefndarálit og allt um það, nei, þá er það alveg ómögulegt nema við samþykkjum að það fari nákvæmlega eins og ríkisstjórnin vill hafa það. Við biðjum um bara eitt: Að málið komi hingað inn. Fellið það bara. Er það kannski vandræðagangurinn að þurfa að fella t.d. það að fara eftir 69. gr. almannatryggingalaga? Hver var það sem kom 69. gr. á og sagði að þá væru komin axlabönd og belti fyrir almannatryggingaþega? Það var Davíð Oddsson. Það hefur aldrei staðið til að standa við það.