150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

lyfjalög.

390. mál
[16:58]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nei, það er einmitt kannski heila málið að það er ekkert endilega víst að allir séu alltaf starfsmenn Landspítala. Það sem ég er líka að huga að er að þarna eru margar athugasemdir og mikil gagnrýni á þetta. Við erum að taka þessi lög til heildarendurskoðunar og ekki veitir af. Þau eiga vonandi að duga í mjög mörg ár. Þess vegna finnst mér afar slæmt ef við ætlum að binda þetta lagaákvæði 44. gr. við eina stofnun umfram aðra. Þess vegna spyr ég enn á ný: Er ekki til í dæminu að taka til breytingartillögu minnar?