150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða.

666. mál
[18:35]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil ítreka það hér að ég styð þetta 100%. Ég hef barist fyrir þessu og ég er ofsalega ánægður með þetta. Við höfum tekið þetta fyrir í kjarahóp Öryrkjabandalagsins og ég hef hitt einstaklinga sem þetta á við um. Það sem ég var bara að gagnrýna voru þessi 90% vegna þess að ef það kostar 400 milljónir að hafa 90% þá eru 10% af því 40 milljónir í viðbót. En það er akkúrat kostnaðurinn við að flækja kerfið. Það sem ég var bara að meina er að það yrði örugglega ódýrara fyrir alla að hafa kerfið einfalt, að vera ekki að flækja kerfið út í eitt. Því einfaldara sem kerfið er, því skilvirkara er það og betra. Ég var bara að benda á það. Og hitt sem er kannski alvarlegast í þessu er það sem ég hef líka bent á, m.a. í nefndinni, að það vantar öryrkjana. Af hverju tókum við ekki öryrkjana með líka?