150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða.

666. mál
[18:38]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að málið sé bara ósköp einfalt. Við erum að mörgu leyti sammála en við erum bara að velta fyrir okkur þessum 90% eða ekki. Ég get ekki annað en fagnað 90% vegna þess að þarna eru einstaklingar að fara úr liggur við 0 í 90%. Það er bara frábært. Hugsið ykkur. Ég veit um einstaklinga sem myndu segja: Ég fæ frá 1. júní, vá. Ég fæ afturvirkt. Þetta eru einstaklingar sem höfðu það svo rosalega slæmt að það væri ekki verjandi á neinn hátt að mótmæla og ég fagna þessu alveg innilega. En eins og ég sagði sá ég þennan galla á því. Ég hefði frekar viljað að þessi aukakostnaður færi í vasa þeirra sem þurfa á því að halda heldur en í að búa til eitthvert kerfi sem kostar okkur rosalega mikið og verður svo kannski úrelt eftir smátíma.