150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.

662. mál
[10:27]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta svokallaða samvinnumál er mikilvæg viðbót við samgönguáætlunina. Eins og allir vita er þetta átak til að flýta framkvæmdum með því að nota svipaða fjármögnunaraðferð og við gerð Hvalfjarðarganga, sem reyndist vel. Þetta er heimild ríkisins, Vegagerðarinnar, til að leita samninga við fjárfesta, lífeyrissjóði eða aðra, í sex tilteknum ólíkum framkvæmdum. Þær eru allar þannig úr garði gerðar að þær veita vegfarendum ábata sem er meiri en sem nemur hóflegum veggjöldum sem fólk mun reiða af hendi. Lykilatriðið er að eftir samningstímann eru framkvæmdirnar eign ríkisins. Ég hvet alla hv. þingmenn til að ljá málinu lið.