150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.

662. mál
[10:30]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um mikilvægt mál sem er samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Ég styð málið. Það er liður í mikilli nýsköpun og miklum framkvæmdum sem fram undan eru í samgöngum. Verið er að flýta brýnum verkefnum sem eru hluti af samgönguáætlun og verða hluti af samgönguáætlun. Verið er að búa til heimild í lögum til að fara í nákvæmari áætlanir, nákvæmari fýsileikakönnun og útboð á þessum verkefnum. Það er grundvöllur að því að sjá fyrir framtíðina og halda áfram að vinna inn í hana. Við getum aldrei útskýrt framtíðina. Við verðum að vera tilbúin að mæta henni eins og hún kemur til okkar og undirbúa okkur fyrir það.