150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

lyfjalög.

390. mál
[10:48]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil bara ítreka það að ég var á nefndarálitinu með fyrirvara og ég vil líka ítreka það að ég tek undir það sem hv. þingmenn Helga Vala Helgadóttir og Halldóra Mogensen sögðu um vinnubrögðin í þessu máli. Það sem er kannski alvarlegast í þessu er að framsögumaðurinn kemur hingað upp og segir: Þetta var ágætlega unnið. Við getum ekki sætt okkur við að lyfjalög séu ágætlega unnin. Þau eiga að vera fullkomlega unnin.