150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

446. mál
[11:00]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við verðum á gulu í þessu máli vegna þess að þetta er enn eitt málið sem er ágætlega unnið. Hvað þýðir það? Jú, aðalaðilinn í málinu fær ekki að koma að því, Persónuvernd, og þetta er mál um persónuvernd. Maður skilur ekki svona vinnubrögð og þess vegna er alveg með ólíkindum að málin skuli koma hvert af öðru "ágætlega unnin".