150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

446. mál
[11:04]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég verð að koma hingað upp vegna orða hv. þm. Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, framsögumanns málsins. Þetta frumvarp stenst nefnilega ekki skoðun með tilliti til persónuverndar þótt tilgangurinn hafi mögulega verið sá í upphafi. Fulltrúum Persónuverndar og landlæknisembættisins var boðið að koma með umsagnir og koma fyrir nefndina og alvarlegar athugasemdir komu frá báðum aðilum sem ekki var tekið tillit til við vinnslu málsins. Það stenst því miður ekki sem hv. þingmaður sagði, að þetta (LRM: Þetta er rangt.) stæðist algerlega lög um persónuvernd. Svo er ekki, því miður. (LRM: Rangt.)