150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

665. mál
[11:11]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, við þurfum að klára þetta mál. Í trausti þess að þetta verði í síðasta skipti sem við þurfum að greiða atkvæði um það þá mun ég styðja það vegna þess að þarna er um NPA-þjónustu að ræða sem er mjög mikilvæg. Við verðum að koma þessu í lag í eitt skipti fyrir öll, annað er okkur til háborinnar skammar.