150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða.

666. mál
[11:14]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er á ferðinni mjög mikilvægt mál sem við í Samfylkingunni styðjum að sjálfsögðu. Þó er einn hængur á, ákveðið hefur verið að þeir sem njóta þessara réttinda eigi bara rétt á 90% af grunnlífeyri, 90% af 250.000 kr., í stað þess að hafa þetta fullan rétt. Fram kom í upplýsingum frá ráðuneytinu að það eru líklega þrír einstaklingar á ári sem eiga fullan rétt á þessu og heildarkostnaður ríkissjóðs verður 14 millj. kr. á ári fyrir þessa einstaklinga. Ég held að við hefðum alveg getað splæst í að leyfa þeim að fá fullan lífeyri, sem eru 250.000 kr. rúmar. En við styðjum þó þessa tilraun.