150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða.

666. mál
[11:16]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er stórfurðulegt mál á ferðinni. 90% ríkisborgari, mér líst ekkert á það, ég vil hafa það 100%. Það sem er sorglegast við þetta mál er hversu arfavitlaust það er unnið, en ég styð það 100%. Hvernig er það arfavitlaust unnið? Jú, við erum að búa til 90%, búa til flækjustig, gífurlegt flækjustig, krónu á móti krónu. Hvað kostar það? Það kostar 70 milljónir fyrsta árið, til að spara hvað? Ef við hefðum sleppt því þá hefði það bara kostað 15 milljónir. Við hefðum sparað okkur 50 milljónir við að hafa einfalt kerfi. Erum við ekki alltaf að tala um að reyna að einfalda almannatryggingakerfið? Hvenær ætlum við að skilja það að við einföldum það ekki með 90%, við einföldum það ekki með því að taka upp krónu á móti krónu aftur? Þetta er alveg fáránlegt mál. En ég styð það og ég vona að við breytum þessu eins fljótt og hægt er.