150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.

843. mál
[11:31]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil koma hingað upp til að fagna því að þetta frumvarp fái brautargengi. Ég vil líka fagna því sérstaklega að í nefndinni tókst ágætt samstarf. Við hv. þm. Oddný Harðardóttir undirrituðum nefndarálitið með fyrirvara þar sem við töldum að ekki væri gengið nógu langt varðandi fjármögnun og ítrekuðum að lánsskilyrði þyrftu að vera þannig að fyrirtæki gætu nýtt sér þessa möguleika á fjármögnun. Þau gleðilegu tíðindi urðu, bæði í nefndinni og síðar í hv. fjárlaganefnd, að talsverðu fjármagni var bætt við eftir alla þá umræðu og því vil ég fagna sérstaklega.