Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

breyting á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna .

715. mál
[13:21]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hennar öflugu ræðu. Ég er að velta fyrir mér, í rauninni ekki bara mikilvægi þess að við komum með almennilega löggjöf utan um jarðirnar okkar, heldur langar mig að spyrja hv. þingmann um þá heimild sem verið er að koma á fót þarna, að heimila aðilum utan EES jafnvel að kaupa upp jarðir. Þá dettur manni náttúrlega í hug sá moldríki milljarðamæringur, Ratcliffe. Ég veit ekki hvað hann á orðið mörg prósent af Íslandi, kannski veit hv. þingmaður það. Munu Bretar þurfa að sækja um undanþágu í kjölfarið á Brexit til að kaupa jarðir hér á landi eða er það bara áfram inni samkvæmt undanþágunni í EES?