Bráðabirgðaútgáfa.

150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

breyting á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna .

715. mál
[14:24]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég veit að hv. þingmaður er vel inni í þessum málum og ég leyfi mér að fullyrða að þetta sé áhugamál þingmannsins, m.a. með vísan í fyrri störf. Því hefur verið kastað fram í umræðunni í dag að um 80% umsagna um málið séu neikvæðar og mig langar að spyrja: Hvað af umsögnum sem bárust frá umsagnaraðilum þykir hv. þingmanni verst að ekki hafi verið tekið tillit til? Eru það sjónarmið Landssambands landeigenda, Bændasamtakanna eða hvaða sjónarmiða, sem komu fram í umsagnarferli, saknar hv. þingmaður mest miðað við hvernig málið liggur núna?