150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

fjáraukalög 2020.

841. mál
[20:50]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um það að koma með auknar fjárheimildir í barna- og unlingageðdeild Landspítalans, BUGL. Við erum að greiða atkvæði um að koma til móts við börnin okkar sem eru á biðlistum eftir að fá stuðning vegna geðrænna vandamála. Við greiðum atkvæði með því að reyna að koma í veg fyrir fjölgun öryrkja eins og hæstv. fjármálaráðherra hefur svo gjarnan bent á að er orðið allt of mikið af. Við erum að greiða atkvæði um gott mál.

Ég skora á þingheim að sýna hvernig hann vill taka utan um börnin okkar sem eru í þeim vanda sem þau eru í dag og segja já, eins og ég geri.