150. löggjafarþing — 130. fundur,  29. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020–2024.

434. mál
[21:24]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Þannig háttar til að þetta er fyrsta atkvæðagreiðslan af fjórum um samgöngumál og ég ætla að koma hérna einu sinni upp til þess að þakka þingheimi fyrir fara í gegnum þessi flóknu og miklu mál þar sem við erum að leggja grunn að talsverðri sókn í samgöngumálum, atvinnusköpun. Ég held að við séum öll sammála um að það sé gott. Ég vil bara þakka umhverfis- og samgöngunefnd, framsögumanni, Líneik Önnu, Ara Trausta Guðmundssyni og Vilhjálmi Árnasyni sem voru í sérstökum hópi, og nefndinni allri og þingheimi fyrir afbragðsvinnu við flókið úrlausnarefni. Það gleður mitt litla hjarta eða stóra að sjá allt grænt hér í kvöld.

(Forseti (SJS): Þrátt fyrir þessi fallegu orð hæstv. ráðherra verður forseti að minna á að það ber að ávarpa þingmenn fullu nafni jafnvel þótt um flokkssystkin sé að ræða.)