150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

almannatryggingar.

135. mál
[00:56]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Skipa starfshóp, segir hann, til að draga fram skýrleika á hverju sem ég ekki skil heldur. Greinin er skýr. Henni hefur bara verið misbeitt. Ég veit ekki hvort þessi starfshópur verður þá kannski eitthvert launabákn í viðbót við allt annað. Ég átta mig ekki á því. Svo framarlega sem allir skilja um hvað málið snýst og ef orðunum er raðað það ankannalega upp í 69. gr. laga um almannatryggingar að þau gefi tilefni til þess að hún sé misskilin, hártoguð og þverbrotin þá ætla ég ekki að mæla á móti því að orðunum verði raðað upp þannig að allir sem eru læsir geti skilið það sem þar stendur.