150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

708. mál
[01:20]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ef það stæði raunverulega til að aðskilja ríki og kirkju að fullu, þar á meðal fjárhagslega, eru allar líkur á því að mjög sambærilegt frumvarp yrði lagt fram, ef ekki í öllum meginatriðum hið sama. Hins vegar er þetta frumvarp hluti af því að festa í sessi kirkjujarðasamkomulagið með hinum svokallaða viðbótarsamningi. Það get ég ekki stutt og því get ég ekki stutt þetta frumvarp.